Sumarverkefni með jarðvegsvini

Sumarið er tíminn til að vinna í ræktun.

Fátt er skemmtilegra en að vera úti í náttúrinnu á góðum sumardegi og vinna að ræktun.  Á meðan beðið er eftir uppskeru er ekki úr vegi að huga að ræktun næsta árs. Þá er bara að bretta upp ermarnar og hefjast handa.

Uppskriftin að vistvænu verkefni.

  • 20 fermetra af gömlum kartöflugarði.
  • 20 kílóa sekkur af Jarðvegsvini úr Blómaval.
  • Lífrænar jurtaleyfar af sumarbústaðalóðinni

Setja Jarðvegsvin í jarðveginn.

Hægt er að setja Jarðvegsvin í jarðveginn allt árið.

Beðið klárt fyrir loka frágang og gróðursetningu næsta vor.

Gott að nota allt lífrænt sem til fellur til að bæta jarðveginn, laufblöð og rabbabarablöð.

Hvað gerir Jarðvegsvinur.

Jarðvegsvinur er sérlega kraftmikill jarðvegsbætir með mikið að jarðvegsbakteríum sem efla samband á milli róta plantna og jarðvegs.  Jarðvegsvinurinn (e. Biovin) er notaður í lífrænt vottaðri ræktun víða um Evrópu í nærri hálfa öld með góðum árangri. Hægt er að skoða íslenskar og enskar leiðbeiningar. Einnig er áhugavert að skoða vídeó um samband plantna og jarðvegs sem við höfum íslenskað.

Hvar fæst Jarðvegsvinur?

Jarðvegsvinur fæst í fjórum mismunandi stærðum: 2 kg í fötu, 7 kg í fötu, 20 kg í poka. Þessar vörur er hægt að kaupa í verslunum og í netverlsun Blómavals. Einnig er hægt að fá 600 kg sekk beint frá Vege ehf.

Jarðvegsvinur fyrir moltugerð

Jarðvegsvinur (e. Biovin) er öflugur jarðvegsbætir þar sem hann er ríkur af jarðvegsbakteríum, svepprótum og öðrum lífrænum efnum (sjá í tæknilýsingum).

Auk hefðbundinna nota þar sem hann er blandaður við mold hefur hann einnig verið notaður við moltugerð hjá bændum og í heimahúsum.

Jarðvegsvinur flýtir fyrir niðurbroti lífrænna efna og dregur úr slæmri lykt.  Hraði niðurbrots fer eftir mörgum þáttum, árstíma, gerð safnhaugs eða tunnu og fleirra.  Dæmi erum um að niðurbrotstími fari úr 30 vikum í 8 – 20 vikur.

Blanda má 5-7 kg af Jarðvegsvini á rúmmetra niður í 0.1% í stórtækari moltugerð.

Jarðvegsvinur fæst í verslunum Blómavals um land allt. Jarðvegsvinur fæst í fjórum mismunandi stærðum: 2 kg í fötu, 7 kg í fötu, 20 kg í poka. Þessar vörur er hægt að kaupa í verslunum og í netverlsun Blómavals.  Hægt að panta 600 kg einingar hjá Vege ehf.

Jarðvegsvinur er 100% lífrænn og er notaður í lífrænt vottaða ræktun hérlendis og erlendis.

 

Ekki gera ekki neitt. Aðgerðir í þurrkatíð.

Í þurrkatíð er bændum og ræktendum vandi á höndum. En það eru til ráð. Lífrænir ræktendur þola þurk betur eins og flest öll önnur áföll og margt kemur þar til. Í fyrsta lagi er rótarkerfið stærra og stekara og í öðru lagi heldur jarðvegur með auknum lífrænum massa betur raka.

Kartöflugras með kemískum áburði til vinstri og með lífrænum rækktunaraðferðum Vege/PHC til hægri.

Síðasta sumar var mjög þurrt í Evrópu og þar kom þetta bersýnilega í ljós. Eins og sést á mynd af kartöflugrösum sem tekin voru upp í júlí 2018 eru kartöflugrös og kartöflur mun lengra komnar þar sem stunduð er vistvæn/lífrænt vottuð ræktun með aðferðum Vege/PHC.

Hvað er til ráða?  Rannsóknarmiðstöð Landbúnaðarins ráðleggur í góðum pisli um heyöflun í þurrkatí vökvun þar sem því verður við komið á verðmæt ræktarsvæði.  Ekki er úr vegi að bæta léttum lífrænum áburði þegar vökvað er og eru þar nú aðgengilegar tvær mismunandi blöndur frá Vege ehf.

Vökvun á ræktunartíma.

Vökvað er með því að bæta áburðavökva OPF 7-2-3 sem þynntur er út samkvæmt leiðbeiningum.  Hentar þar sem mikill blaðvöxtur er æskilegur.

Vökvað er með því að bæta áburðarvökva OPF 4-2-8 sem þynntur er út samkvæmt leiðbeiningum. Hentar þar sem minni áhersla er á blaðvöxt og aukin áhersla á aldinmyndun.

Áburðargjöf og jarðvegsbæting.

Jarðvegsvinur/Biovin (3-1-2) er mikilvægur jarðvegsbætir og áburður með bakteríum sem styrkja jarðveginn og auka næringarupptöku plantna.  Best er að bera hann á  við upphaf ræktunar en hægt setja hann á allt árið.

Plöntunærir/OPF 11-0-5 er kröftugur lífrænn köfnunarefnisáburður sem hægt er að gefa fram í júlí. 50% af honum leysist upp á 30 dögum og situr eftir í góðum jarðvegi en eftir það hægist hægt og bítandi á uppleysingu.

 

Það eru því alltaf góður tími til að grípa inn í. Ekki gera ekki neitt.

Jarðvegurinn er lifandi fyrirbæri, fræðslumyndband PHC og Vege ehf.

Við stuðlun að aukinni fræðslu í vistvænni ræktun á Íslandi. Það gerum við með því að þýða gott fræðsluefni og jafnframt flytja inn fyrirlesara og ráðgjafa fyrir íslenska bændur og ræktendur.

Í þessu myndbandi sem hefur verið íslenskað er lífrænvirkni jarðvegs útskýrð. Af hverju vaxa plöntur ekki þrátt fyrir að næg næringarefni séu í jörðinni?  Er engin lífvirkni í jarðveginum? Hvernig virkar samspil jarðvegs og næringarefna við vöxt plantna?

Lifandi mold er lykillinn að lífrænni ræktun.

Öflugt rótarkerfi veldur því að plöntur ná að þrífast vel.  Jarðvegurinn þarf því að vera ríkur af jarðvegs/rótarbakteríur og svepparót (mycorrhizal). Við það myndast mikið af örfínum rótum sem auka upptöku næringarefna úr jarðvegi.

Jarðvegsvinur sem á ensku kallast Biovin hefur einmitt þessa eiginleika.  Upplagt er að bæta honum í moldina þegar vel stendur á eins og við sáningu eða eftir uppskeru ávaxtatrjáa á haustin.