Til eru ýtarlegar vörulýsingar á þeim vörum sem Vege ehf býður til sölu á Íslandi. Vörulýsingarnar verða hægt og bítandi staðfærðar og birtar hér.

Plöntunærir, OPF 11 0 5. Kraftmikill áburður.

 • Plöntunærir er 100% lífræn áburður sem er ríkur af köfnunarefni (N) 11.5% sem eykur vöxt og styrk plantna.
 • Unnið úr gerjuðum sykurreyr og inniheldur engin efni frá dýrum eða illgresisfræ
 • Plöntunærir er á kornaformi sem hentar vel til dreifingar á stór svæði eða í raðdreifingu.
 • Lítil en góð lykt er af áburðinum sem gerir hann hentugan í skrúðgörðum og tómstundarækt
 • Plöntunærir er notaður í lífrænt vottaðri ræktun
 • Mælt er með að nota Jarðvegsvin frá Vege ehf. með Plöntunæri
 • Á gras 2.5 kg á 100 m2 við upphaf sprettu, má endurtaka gjöf
 • Kartöflurækt 4-5 kg á 100 m2 þegar útsæði fer niður eða rétt áður
 • Grænmeti og salöt úti eða í gróðurhúsum 0.5-2.5 kg á 100 m2 í raðir við sáningu
 • Ávaxtatré, 3-4.5 kg á 100 m2 á rótarsvæði eftir uppskeru í október
 • Íblöndun Plöntunæris í pottamold er 1.5 – 3 kg á rúmmeter
 • Endurtaka má gjöf af Plöntunæri ef ræktunartímabil er langt, losun mikil eða margaruppskerur
 • Köfnunarefni (N) : 11,5%
 • Fosfat (P2O5) : 0,35%
 • Kalíum (K2O) : 4,45%
 • Brennisteinsdíoxíð (SO2) : 3,27%
 • Magnesíum (Mg) : 0,32%
 • Natríum (Na): 2,63%

Blómaval selur Plöntunæri í smærri umbúðum, 2 kg og 8,5 kg.

25 kg umbúðir henta millistórum kaupendum og eru seldar hér og afgreiddar í Hveragerði eða á vöruafgreiðslu Flytjanda.

900 kg umbúðir henta stærri kaupendum og eru seldar hér og afgreiddar í Hveragerði eða á vöruafgreiðslu Flytjanda.


Jarðvegsvinur, Biovin. Áburður og jarðvegsbætir.

 • Jarðvegsvinur er unnin úr vínberjahrati frá vínrækt og inniheldur ekki illgresisfræ eða dýraafurðir
 • Jarðvegsvinur leggur grunn að kröftugri mold og heilbrigðari plöntum
 • Örvar vöxt og virkni gagnlegra jarðvegs/rótarbaktería og sveppróta (Mycorrhiza) sem eykur upptöku næringarefna úr jarðvegi
 • Hentar í alla ræktun, gras, grænmeti, ávaxtaræktun, trjárækt o.fl.
 • Hentar vel í moltugerð í moltutunnum og eyða óæskilegri lykt
 • Jarðvegsvinur er notað í lífrænt vottaðri ræktun
 • Jarðvegsvinur virkar mjög vel með Plöntunæri frá Vege ehf
 • Á gras 8 kg á 100 m2
 • Grænmeti, kartöflur, korn og ávextir 10 kg á 100 m2
 • Gróðurhús, sáðreiti, blómarækt, skrúðgarðyrkja 10 kg á 100 m2
 • Blanda 5-7 kg á rúmmeter í pottamold og við moltugerð
 • Á golf og fótboltavelli, blandið 5% Biovin á móti sandi til að styrkja grasflötina
 • Best að bera á við sáningu, plöntun eða upphaf vaxtar
 • Má einnig bera á á haustin við undirbúning næsta árs
 • Við árlega notkun má minnka magn niður í helming
 • Köfnunarefni (N) : 2,5%
 • Fosfór (P) : 1,5%
 • Kalíum (K) : 2,5%
 • Magnesíum (Mg) : 0,3%
 • Kalk (Ca) : 1,3%
 • Silicon (Si) : 5,3%

Blómaval selur Plöntunæri í smærri umbúðum, 2 kg og 8,5 kg.

25 kg umbúðir henta millistórum kaupendum og eru seldar hér og afgreiddar í Hveragerði eða á vöruafgreiðslu Flytjanda.

600 kg umbúðir henta stærri kaupendum og eru seldar hér og afgreiddar í Hveragerði eða á vöruafgreiðslu Flytjanda.