Jarðvegsvinur fyrir moltugerð

Jarðvegsvinur (e. Biovin) er öflugur jarðvegsbætir þar sem hann er ríkur af jarðvegsbakteríum, svepprótum og öðrum lífrænum efnum (sjá í tæknilýsingum).

Auk hefðbundinna nota þar sem hann er blandaður við mold hefur hann einnig verið notaður við moltugerð hjá bændum og í heimahúsum.

Jarðvegsvinur flýtir fyrir niðurbroti lífrænna efna og dregur úr slæmri lykt.  Hraði niðurbrots fer eftir mörgum þáttum, árstíma, gerð safnhaugs eða tunnu og fleirra.  Dæmi erum um að niðurbrotstími fari úr 30 vikum í 8 – 20 vikur.

Blanda má 5-7 kg af Jarðvegsvini á rúmmetra niður í 0.1% í stórtækari moltugerð.

Jarðvegsvinur fæst í verslunum Blómavals um land allt. Jarðvegsvinur fæst í fjórum mismunandi stærðum: 2 kg í fötu, 7 kg í fötu, 20 kg í poka. Þessar vörur er hægt að kaupa í verslunum og í netverlsun Blómavals.  Hægt að panta 600 kg einingar hjá Vege ehf.

Jarðvegsvinur er 100% lífrænn og er notaður í lífrænt vottaða ræktun hérlendis og erlendis.

 

Similar Posts