Ekki gera ekki neitt. Aðgerðir í þurrkatíð.

Í þurrkatíð er bændum og ræktendum vandi á höndum. En það eru til ráð. Lífrænir ræktendur þola þurk betur eins og flest öll önnur áföll og margt kemur þar til. Í fyrsta lagi er rótarkerfið stærra og stekara og í öðru lagi heldur jarðvegur með auknum lífrænum massa betur raka.

Kartöflugras með kemískum áburði til vinstri og með lífrænum rækktunaraðferðum Vege/PHC til hægri.

Síðasta sumar var mjög þurrt í Evrópu og þar kom þetta bersýnilega í ljós. Eins og sést á mynd af kartöflugrösum sem tekin voru upp í júlí 2018 eru kartöflugrös og kartöflur mun lengra komnar þar sem stunduð er vistvæn/lífrænt vottuð ræktun með aðferðum Vege/PHC.

Hvað er til ráða?  Rannsóknarmiðstöð Landbúnaðarins ráðleggur í góðum pisli um heyöflun í þurrkatí vökvun þar sem því verður við komið á verðmæt ræktarsvæði.  Ekki er úr vegi að bæta léttum lífrænum áburði þegar vökvað er og eru þar nú aðgengilegar tvær mismunandi blöndur frá Vege ehf.

Vökvun á ræktunartíma.

Vökvað er með því að bæta áburðavökva OPF 7-2-3 sem þynntur er út samkvæmt leiðbeiningum.  Hentar þar sem mikill blaðvöxtur er æskilegur.

Vökvað er með því að bæta áburðarvökva OPF 4-2-8 sem þynntur er út samkvæmt leiðbeiningum. Hentar þar sem minni áhersla er á blaðvöxt og aukin áhersla á aldinmyndun.

Áburðargjöf og jarðvegsbæting.

Jarðvegsvinur/Biovin (3-1-2) er mikilvægur jarðvegsbætir og áburður með bakteríum sem styrkja jarðveginn og auka næringarupptöku plantna.  Best er að bera hann á  við upphaf ræktunar en hægt setja hann á allt árið.

Plöntunærir/OPF 11-0-5 er kröftugur lífrænn köfnunarefnisáburður sem hægt er að gefa fram í júlí. 50% af honum leysist upp á 30 dögum og situr eftir í góðum jarðvegi en eftir það hægist hægt og bítandi á uppleysingu.

 

Það eru því alltaf góður tími til að grípa inn í. Ekki gera ekki neitt.

Similar Posts