Góður árangur!

Góð reynsla er á Íslandi af notkun á áburði okkar.
Reynslumiklir ræktendur, bæði í lífrænt vottaðri ræktun og hefðbundinni eru fastir viðskiptavinir.
Grasrækt, trjárækt, sumarblóm og grænmeti er hluti þess sem er ræktað með okkar áburði.
Það sem er gleðilegast að hefðbundir ræktendur sem áður notuðu tilbúinn áburð nota nú eingöngu lífrænan áburð frá okkur.

Plöntunærir, OPF 11 0 5. Kraftmikill áburður.

  • Plöntunærir er 100% lífræn áburður sem er ríkur af köfnunarefni (N) 11.5% sem eykur vöxt og styrk plantna.
  • Unnið úr gerjuðum sykurreyr og inniheldur engin efni frá dýrum eða illgresisfræ
  • Plöntunærir er á kornaformi sem hentar vel til dreifingar á stór svæði eða í raðdreifingu.
  • Lítil en góð lykt er af áburðinum sem gerir hann hentugan í skrúðgörðum og tómstundarækt
  • Plöntunærir er notaður í lífrænt vottaðri ræktun
  • Mælt er með að nota Jarðvegsvin frá Vege ehf. með Plöntunæri
  • Á gras 2.5 kg á 100 m2 við upphaf sprettu, má endurtaka gjöf
  • Kartöflurækt 4-5 kg á 100 m2 þegar útsæði fer niður eða rétt áður
  • Grænmeti og salöt úti eða í gróðurhúsum 0.5-2.5 kg á 100 m2 í raðir við sáningu
  • Ávaxtatré, 3-4.5 kg á 100 m2 á rótarsvæði eftir uppskeru í október
  • Íblöndun Plöntunæris í pottamold er 1.5 – 3 kg á rúmmeter
  • Endurtaka má gjöf af Plöntunæri ef ræktunartímabil er langt, losun mikil eða margaruppskerur
  • Köfnunarefni (N) : 11,5%
  • Fosfat (P2O5) : 0,35%
  • Kalíum (K2O) : 4,45%
  • Brennisteinsdíoxíð (SO2) : 3,27%
  • Magnesíum (Mg) : 0,32%
  • Natríum (Na): 2,63%

Plöntunærir í 2 kg og 8,5 kg umbúðum fyrir heimilið er seldur í garðvöruverslunum.

25 kg umbúðir henta millistórum kaupendum og eru seldar hér og afgreiddar í Hveragerði eða á vöruafgreiðslu Flytjanda.

900 kg umbúðir henta stærri kaupendum og eru seldar hér og afgreiddar í Hveragerði eða á vöruafgreiðslu Flytjanda.


Næring

Fræðslfundur þar sem Pius Floris fer yfir grundvallar atriði um næringu plantna. Plöntur þurfa fjölbreytta næringu. Kynntur er Plöntunærir, Organic Plant Food sem hefur fjölbreytt næringarefni í þessum lífræna áburði. Sjón er sögu ríkari.

Jarðvegsvinur, Biovin. Áburður og jarðvegsbætir.

  • Jarðvegsvinur er unnin úr vínberjahrati frá vínrækt og inniheldur ekki illgresisfræ eða dýraafurðir
  • Jarðvegsvinur leggur grunn að kröftugri mold og heilbrigðari plöntum
  • Örvar vöxt og virkni gagnlegra jarðvegs/rótarbaktería og sveppróta (Mycorrhiza) sem eykur upptöku næringarefna úr jarðvegi
  • Hentar í alla ræktun, gras, grænmeti, ávaxtaræktun, trjárækt o.fl.
  • Hentar vel í moltugerð í moltutunnum og eyða óæskilegri lykt
  • Jarðvegsvinur er notað í lífrænt vottaðri ræktun
  • Jarðvegsvinur virkar mjög vel með Plöntunæri frá Vege ehf
  • Á gras 8 kg á 100 m2
  • Grænmeti, kartöflur, korn og ávextir 10 kg á 100 m2
  • Gróðurhús, sáðreiti, blómarækt, skrúðgarðyrkja 10 kg á 100 m2
  • Blanda 5-7 kg á rúmmeter í pottamold og við moltugerð
  • Á golf og fótboltavelli, blandið 5% Biovin á móti sandi til að styrkja grasflötina
  • Best að bera á við sáningu, plöntun eða upphaf vaxtar
  • Má einnig bera á á haustin við undirbúning næsta árs
  • Við árlega notkun má minnka magn niður í helming
  • Köfnunarefni (N) : 2,5%
  • Fosfór (P) : 1,5%
  • Kalíum (K) : 2,5%
  • Magnesíum (Mg) : 0,3%
  • Kalk (Ca) : 1,3%
  • Silicon (Si) : 5,3%

Jarðvegsvinur í 2 kg og 7 kg fötum er seldur í garðvöruverslunum.

25 kg umbúðir henta millistórum kaupendum og eru seldar hér og afgreiddar í Hveragerði eða á vöruafgreiðslu Flytjanda.

600 kg umbúðir henta stærri kaupendum og eru seldar hér og afgreiddar í Hveragerði eða á vöruafgreiðslu Flytjanda.


Sjúkdómar

Komumst við hjá sjúkdómum með því að eitra?Eru ekki aðrar leiðir betri. Fjallað eru um hvernig við getum ræktað á betri hátt og komið í veg fyrir að nota eitur.

Hugsum vel um lífið í jarðveginum.

Undirstaða þess að hægt sé að stunda lífræna ræktun, er að jarðvegurinn sem notaður er til ræktunarinnar, sé lifandi og heilbrigður. Vege ehf. vinnur með Plant Health Cure að því að útvega ræktendum vörur og fræðslu sem stuðla að bættum ræktunaraðferðum.

Í þessu myndbandi sem hefur verið íslenskað, er lífræn virkni jarðvegs útskýrð. Af hverju vaxa plöntur ekki þrátt fyrir að næg næringarefni séu   til staðar?  Er engin lífvirkni í jarðveginum? Hvernig virkar samspil jarðvegs og næringarefna á vöxt plantna?


Trjárækt.

Farið er yfir góð ráð við ræktun trjáa. Fyrirlesarinn hefur áratuga reynslu í trjárækt víða um heim. Afar áhugaverður fyrirlestur.

Fyrirspurn


Jarðrækt

Jarðrækt, (e. Agriculture) er gott orð sem minnir okkur á að það er mikilvægt að hugsa um lífið í jörðinni. Það eru orð að sönnu því augu manna beinast að auknu mæli að því lífi sem er í jörðinni og er forsenda góðrar ræktunar.