Jarðvegsvinur fyrir moltugerð

Jarðvegsvinur (e. Biovin) er öflugur jarðvegsbætir þar sem hann er ríkur af jarðvegsbakteríum, svepprótum og öðrum lífrænum efnum (sjá í tæknilýsingum).

Auk hefðbundinna nota þar sem hann er blandaður við mold hefur hann einnig verið notaður við moltugerð hjá bændum og í heimahúsum.

Jarðvegsvinur flýtir fyrir niðurbroti lífrænna efna og dregur úr slæmri lykt.  Hraði niðurbrots fer eftir mörgum þáttum, árstíma, gerð safnhaugs eða tunnu og fleirra.  Dæmi erum um að niðurbrotstími fari úr 30 vikum í 8 – 20 vikur.

Blanda má 5-7 kg af Jarðvegsvini á rúmmetra niður í 0.1% í stórtækari moltugerð.

Jarðvegsvinur fæst í verslunum Blómavals um land allt. Jarðvegsvinur fæst í fjórum mismunandi stærðum: 2 kg í fötu, 7 kg í fötu, 20 kg í poka. Þessar vörur er hægt að kaupa í verslunum og í netverlsun Blómavals.  Hægt að panta 600 kg einingar hjá Vege ehf.

Jarðvegsvinur er 100% lífrænn og er notaður í lífrænt vottaða ræktun hérlendis og erlendis.

 

Ekki gera ekki neitt. Aðgerðir í þurrkatíð.

Í þurrkatíð er bændum og ræktendum vandi á höndum. En það eru til ráð. Lífrænir ræktendur þola þurk betur eins og flest öll önnur áföll og margt kemur þar til. Í fyrsta lagi er rótarkerfið stærra og stekara og í öðru lagi heldur jarðvegur með auknum lífrænum massa betur raka.

Kartöflugras með kemískum áburði til vinstri og með lífrænum rækktunaraðferðum Vege/PHC til hægri.

Síðasta sumar var mjög þurrt í Evrópu og þar kom þetta bersýnilega í ljós. Eins og sést á mynd af kartöflugrösum sem tekin voru upp í júlí 2018 eru kartöflugrös og kartöflur mun lengra komnar þar sem stunduð er vistvæn/lífrænt vottuð ræktun með aðferðum Vege/PHC.

Hvað er til ráða?  Rannsóknarmiðstöð Landbúnaðarins ráðleggur í góðum pisli um heyöflun í þurrkatí vökvun þar sem því verður við komið á verðmæt ræktarsvæði.  Ekki er úr vegi að bæta léttum lífrænum áburði þegar vökvað er og eru þar nú aðgengilegar tvær mismunandi blöndur frá Vege ehf.

Vökvun á ræktunartíma.

Vökvað er með því að bæta áburðavökva OPF 7-2-3 sem þynntur er út samkvæmt leiðbeiningum.  Hentar þar sem mikill blaðvöxtur er æskilegur.

Vökvað er með því að bæta áburðarvökva OPF 4-2-8 sem þynntur er út samkvæmt leiðbeiningum. Hentar þar sem minni áhersla er á blaðvöxt og aukin áhersla á aldinmyndun.

Áburðargjöf og jarðvegsbæting.

Jarðvegsvinur/Biovin (3-1-2) er mikilvægur jarðvegsbætir og áburður með bakteríum sem styrkja jarðveginn og auka næringarupptöku plantna.  Best er að bera hann á  við upphaf ræktunar en hægt setja hann á allt árið.

Plöntunærir/OPF 11-0-5 er kröftugur lífrænn köfnunarefnisáburður sem hægt er að gefa fram í júlí. 50% af honum leysist upp á 30 dögum og situr eftir í góðum jarðvegi en eftir það hægist hægt og bítandi á uppleysingu.

 

Það eru því alltaf góður tími til að grípa inn í. Ekki gera ekki neitt.