Tækifæri í ræktun

Næringaríkara grænfóður


Skilningur og gerð áætlunar

Áður er lagt er af stað í breytingar á notun áburðar er gott að öðlast skilning á samspili plantna við jörðina, svepprætur, bakteríur og annað lífríki. Við höfum sett íslenskan texta á myndband sem er víða notað við kennslu í landbúnaðarháskólum. Einnig höfum við haldið nokkra fræðslufundi og er hægt að skoða upptökur þeirra.
Því næst gerum við áætlun um breytingar. Hér að neðan munum við taka nokkur dæmi um það hvernig áburðarefni okkar gætu verið nýtt á Íslandi. Við leggjum áherslu á að nýttir séu ráðgjafar t.d. frá RML og eða spurningar sendar til okkar.

Misjöfn nýting túna.

Mismunandi aðstæður kalla á ólíkar lausnir.

Tún eru mjög misjöfn og er ekki hægt að gefa eina uppskrift af áburðarblöndu sem virkar á öll tún. Bændur þekkja sitt land vel og hafa reynslu. Ráðgjafar RML hafa reynslu og þekkingu á ræktun víða. Hægt er að mæla efnisinnihald jarðvegsins. Ekki er síður mikilvægt að mæla aðra þætti eins og lífræna virkni í jarðvegi. Mikilvægt er að taka samtal um leiðir og læra af því sem vel gengur. Hér að neðan eru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir sem gætu komið til greina hjá bændum.


Ráðleggingar hér eru í stöðugri þróun. Kíkið inn reglulega, sendið ábendingar eða spurningar hér neðst og við bætum upplýsingum á síðuna.

Ný tún.

Þegar ný tún eru gerð er upplagt að nota Bivoin og/eða Terra pulse. Það er gott ef þessi efni blandast saman við moldina. OPF má síðan nota þegar sáð hefur verið í landið.

Magn efna sem notað er fer eftir landinu og lífrænni virkni. Mælt er með 600 kg á hektara af Terra pulse og svipuðu magni af Biovin. Af OPF er mælt með 225 – 275 kg á hektara.

Gömul tún sem ekki hafa fengið áburð.

Til að ná upp góðum vexti er best að nota OPF. Mælt með 225 – 275 kg á hektara á túnin í upphafi vaxtartímabils, um miðjan maí. Ef það þarf að ná upp betri lífrænni virkni er mælt með að nota Terra Pulse og bera það á snemma á vorin eða á haustin allt að 600 kg á hektara.

Tún sem hafa fengið tilbúin áburð.

90% af viðskiptavinum okkar eru bændur sem vilja gera landbúnað sinn vistvænni, auka næringargildi og nýta áburð betur. Við mælum með að breyting á allri áburðarnotkun sé tekin í skrefum, hvort sem bændur vilja fara alfarið í vistvæna ræktun eða bara að hluta.

Við mælum með að á fyrsta ári sé gefin 25% vistvænn áburður eins og OPF, 70 kg/ha og 75% af tilbúnum áburði. Á öðru ári sé gefin 50% vistvænn áburður OFP, 140 kg/ha og 50% tilbúinn áburður. Á þriðja ári 75% vistvænn áburður OPF, 210 kg á ha og 25% tilbúinn áburður. Á fjórða ári 100% vistvænn áburður OPF, 275 kg á ha. Með þessu móti fær moldin tíma til að jafna sig og lágmarks breyting verður á sprettu. Bændur geta endað í 50%/50% ef það hentar. Nýting áburðar verður betri þar sem lífræn virkni jarðvegsins eykst.

Samhliða þessu mælum við með að nota Terra Pulse sem borin er á snemma á vorin eða á haustin.

Húsdýraáburður.

Að sjálfsögðu mælum við með notkun húsdýraáburðar og að hann sé settur á oftar en sjaldnar. Allar hugmyndir um magn hér að framan breytast þá eðlilega. Endilega leitið ráðgjafar eða prófið ykkur áfram.

Fyrirspurn, ábending